Leiðsögumaður
MyGuide er hugbúnaður fyrir fyrirtæki og einstaklinga í ferðaþjónustu á Íslandi. Okkar markmið er að minnka umsvif símtala og tölvupósta á milli ferðaþjónustufyrirtækja og verktaka í skipulögðum ferðum.
Tilkynningar eru sendar til verktaka með tölvupósti þegar ný mál eru stofnuð og þegar þeim er breytt. Tilkynningarnar gefa verktökum færi á að bregðast við strax með því að fara inn í mál og samþykkja verk eða tileinka sér breytingar sem verða.
Góð yfirsýn yfir verkefnaskipan flotans ásamt einföldu aðgengi að málum hvers og eins.
Hugbúnaðurinn gerir ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að bóka ferðir í gegnum dagbók með einfaldleika að leiðarljósi. Þá er litakerfi á milli aðila þegar bókun á sér stað, bókun samþykkt, bókun breytt eða verkefni lokið.
Litakerfi MyGuide
Nýtt mál stofnað fær verktaki tilkynningu
Verktaki hefur staðfest verkefnið í kerfinu
Verktaki hefur hafnað verkefninu í kerfinu
Ferðaþjónustufyritækið hefur breytt verkefninu
Verktaki hefur staðfest breytingu í kerfinu
Verktaki hefur lokið verkefninu